Skilmálar

Notendasamningur um 2know - Ísland

  1. Samningur þessi (hér eftir samningur) er gerður á milli annars vegar einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar (hér eftir nefndur notandi) sem hefur leyfi til notkunar á hugbúnaðinum 2know - Ísland er Appia ehf. lætur í té (hér eftir nefndur hugbúnaður) og hins vegar Appia ehf., Ráðhústorgi 7, Akureyri (hér eftir Appia). Með því að hala niður og/eða nota hugbúnaðinn frá Appia hefur þú samþykkt efni samningsins.
     
  2. Hugbúnaðurinn 2know - Ísland er ætlaður til notkunar á tækjum sem keyra stýrikerfi frá Apple (iOS) og Google (Android), (hér eftir nefnd tæki). Samningur þessi á aðeins við hugbúnaðinn en ekki annan hugbúnað eða stýrikerfi er kann að vera vísað til í samningnum. Hugbúnaðinum er er aðeins dreift í gegnum verslanir Apple ("AppStore") og Google ("Google Play Store") (hér eftir nefndar verslanir). Reglur og skilmálar verslana Apple og Google, sem eru aðgengilegar á slóðunum https://play.google.com/intl/en_is/about/play-terms.html og http://www.apple.com/legal/internet-services/terms/site.html eru hér eftir nefnd “notkunarreglur” og eru hluti samnings þessa.
     
  3. Með samningi þessum er notanda veitt leyfi að nota hugbúnaðinn sem notandi hefur aðgang að gegnum verslanirnar í samræmi við ákvæði samningsins. Samningurinn felur ekki í sér neins konar sölu á réttindum til hugbúnaðaris að öðru leyti en því sem beinlínis kemur fram í samningnum. Appia áskilur sér allan rétt yfir hugbúnaðinum sem ekki er veitt leyfi fyrir með samningi þessum.
     
  4. Umfang leyfis. Samningur þessi veitir notanda leyfi til að nýta hugbúnaðinn á öllum þeim tækjum sem eru í eigu notanda eða undir hans stjórn og eru leyfileg skv. notkunarreglunum. Samningur þessi veitir ekki leyfi til að nýta hugbúnaðinn á tækjum sem eru ekki í eigu notanda eða undir hans stjórn og að sama skapi er ekki leyfilegt að nálgast hugbúnaðinn eða dreifa honum eftir öðrum leiðum en í gegnum verslanirnar. Notanda er ekki heimilt að leigja, lána, dreifa eða framselja hugbúnaðinn. Ekki er leyfilegt að afrita, endurskrifa, hluta í sundur, afþýða kóða eða hugbúnað eða breyta á nokkrun hátt. Öll slík háttsemi felur í sér brot á samningi þessum. Ef brotið er gegn samningi þessum kann það að hafa í för með sér lögsókn eða skaðabótakröfu.  Samningur þessi gildir um allar uppfærslur á hugbúnaðinum frá Appia, nema sérstakir skilmálar fylgi slíkum uppfærslum. Í þeim tilfellum ganga slíkir skilmálar framar samningi þessum.
     
  5. Leyfi fyrir notkun gagna. Notandi samþykkir að heimila Appia að safna og nota tæknilegar upplýsingar hans og tengd gögn, þar á meðal upplýsingar um tæki hans, stýrikerfi, notendahugbúnað og jaðarbúnað sem og aðrar upplýsingar í þeim tilgangi að vinna að þróun og uppfærslu hugbúnaðarins, þjónustu við hugbúnaðinn og aðra þjónustu við notanda. Appia er heimilt að nota slíkar upplýsingar, svo framarlega sem fylgt er ákvæðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að ekki er unnt að rekja upplýsingar til notanda. 
     
  6. Slit samnings.  Samningur þessi helst í gildi þar til honum er sagt upp af notanda eða Appia. Réttindi notanda samkvæmt skv. samningi þessum falla úr gildi sjálfkrafa ef notandi brýtur gegn samningnum. Við slit samningsins ber notanda að hætta notkun á hugbúnaðinum og eyða honun af tækjum sínum.

    Þjónusta. Efni frá þriðja aðila. Hugbúnaðurinn kann að heimila aðgang að þjónustu, efni eða vefsvæði Appia eða þriðja aðila (hér eftir þjónusta). Notkun slíkrar þjónustu kann að þarfnast nettengingar og samþykkis notanda fyrir skilmálum er gilda um þjónustuna.
     
  7. Notandi gerir sér grein fyrir að með notkun þjónustu kann hann að komast í snertingu í við efni sem honum kann að þykja móðgandi, ósæmilegt eða hneykslanlegt, eða efni sem er með grófri orðanotkun, og að niðurstöður leitar eða innsláttur slóðar kann að hafa í för með sér að notandi óafvitandi eða sjálfkrafa stofnar tengla inn á ósæmilegt efni. Þrátt fyrir þetta samþykkir notandi að nýta þér þjónustuna á eigin ábyrgð og samþykkir að Appia ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á því efni sem þér kann að þykja ósæmilegt og/eða móðgandi, hvort sem uppruni þess liggur hjá Appia eða þriðja aðila.
     
  8. Ákveðnar þjónustur kunna að sýna, innihalda eða gera aðgengilegt efni, upplýsingar, forrit eða gögn frá þriðja aðila (hér eftir efni frá þriðja aðila) og mynda tengla á vefi þriðja aðila. Með því að nota hugbúnaðinn staðfestir notandi og samþykkir að Appia ber ekki ábyrgð á og ber ekki skylda til að ritskoða efni frá þriðja aðila með tilliti til, nákvæmni, heilleika, þess að það sé látið í té á réttum tíma, gildis, velsæmis, hvort það samrýmist hugverkaréttindum, lögmætis, gæða eða að nokkru öðru leyti. Appia ber ekki nokkra ábyrgð á efni frá þriðja aðila, þjónustu, vefsíðum eða nokkrum öðrum gögnum frá þriðja aðila. Efni og þjónusta frá þriðja aðila er eingögnu birt sem þjónusta við notanda. Fjárhagsupplýsingar sem birtar eru í tengslum við þjónustu eru eingöngu ætlaðar til upplýsinga og ber ekki að skoða að neinu leyti sem ráðgjöf.
     
  9. Notandi staðfestir og samþykkir að nota ekki eignarréttarvarið efni, upplýsingar og gögn sem falla undir höfundarréttarvarið efni og önnur lög, á nokkurn hátt án tilskilinna leyfa og í öðrum tilgangi en að nýta þjónstuna. Ekki má afrita nokkurn hluta þjónustunnar á nokkurn hátt. Notandi samþykkir að breyta ekki, leigja, lána, selja, dreifa eða útbúa gögn sem eru leidd af þjónustu eða aðlaganir af henni, hugbúnaðinum eða eignarréttarvörðu efni, á nokkurn hátt og samþykkir að nýta ekki þjónustuna á nokkurn hátt sem varðar getur við lög. Þá samþykkir notandi einnig að nýta sér ekki þjónustuna til að áreita, misnota, elta, hóta, níða eða ganga á nokkurn annan hátt á rétt annars aðila og að Appia er ekki á nokkurn hátt skaðabótaskylt vegna slíkrar notkunar af hálfu notanda né vegna nokkurs slíks efnis sem notandi kann að fá í gegnum þjónustuna.
     
  10. Notandi gerir sér grein fyrir að þjónusta og efni frá Appia og/eða þriðja aðila sem hægt er að nálgast í eða í gegnum tæki notanda er ekki fáanleg á öllum tungumálum eða í öllum löndum. Appia getur ekki ábyrgst að heimilt sé að nýta slíka þjónustu eða efni hvar sem er. Notandi nýtir ætíð þjónustu og efni á eigin ábyrgð.  Appia og viðsemjendur þess áskilja sér rétt til að loka fyrir aðgang að þjónustu eða breyta honum, tímabundið eða varanlega án sérstaks fyrirvara án ábyrgðar af hálfu Appia eða viðsemjenda þeirra. Appia er einnig heimilt að skilgreina takmörk á notkun þjónustu á eigin forsendum og án fyrirvara eða ábyrgðar.
     
  11. Engin ábyrgð. Notandi samþykkir að notkun hugbúnaðarins er á hans eigin ábyrgð og áhætta gagnvart gæðum, virkni, frammistöðu og nákvæmni hvílir á honum. Notandi hefur aðgang að hugbúnaðinum og þjónustunni í því horfi “sem er”, með öllum þeim göllum sem kunnu að fylgja og án ábyrgðar án nokkurn hátt. Appia ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á gæðum efnis og þjónustu, aðgengi, uppitíma eða öðrum þeim þáttum sem hafa áhrif á virkni hugbúnaðar eða þjónustu. Appia ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á að hugbúnaður eða þjónusta mæti væntingum notanda, að afnotin leiði til tiltekins árangurs eða henti tilteknum tilgangi, að afnot brjóti ekki gegn hugverkaréttindum þriðja manns, að aðgengi að hugbúnaði og þjónustu verði án galla eða að gallar í hugbúnaði og þjónustu verði lagaðir. Engar munnlegar né skriflegar leiðbeiningar sem Appia gefur út ber að líta á sem yfirlýsingu um ábyrgð. Komi í ljós að hugbúnaður eða þjónustur er haldið galla, ber notandi allan kostnað við lagfæringar, viðgerðir eða leiðréttingar.
     
  12. Takmörkun ábyrgðar. Yrði af einhverjum ástæðum talið, m.a. vegna ófrávíkjanlegra ákvæða laga sem talin yrðu gilda um samning þennan, að víkja beri frá ákvæðum um ábyrgðarleysi í samningi þessum skal Appia undir engum kringumstæðum vera ábyrgt fyrir neins konar tjóni á líkama eða persónu neins aðila. Appia skal ekki heldur bera ábygð á neinu óbeinu, tilviljanakenndu eða afleiddu tjóni, þar með talið, en ekki eingöngu, hvers konar missi á hagnaði, missi afnota eða tapaðs rekstrar, missi gagna eða refsikenndum bótum eða viðurlögum, óháð því á hvaða grundvelli slík ábyrgð yrði staðreynd og óháð því hvort Appia kynni að hafa verið gerð grein fyrir því að slík ábyrgð eða bótaskylda kynni að vera yfirvofandi.
     
  13. Um samning þennan gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur um samning þennan, túlkun hans eða framkvæmd og ekki næst samkomulag milli samningsaðila, skal mál vegna hans lagt fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra. Appia skal þó ætíð heimilt að krefjast lögbanns eða annarra bráðabirgðaaðgerða fyrir þeim dómstóli eða stjórnvaldi er þörf krefur, á Íslandi eða annars staðar.

Appia ehf.
Ráðhústorgi 7
600 Akureyri 

 








 

UM OKKUR    |    AÐSTOР   |    SKILMÁLAR    |    HAFA SAMBAND

© 2013   |   Stefna Hugbúnaðarhús / Veistu   |   Glerárgata 34   |   600 Akureyri   |   www.stefna.is