Flýtilyklar
Veistu
Veistu er auðveld og skemmtileg leið til að miðla námsefni til nemenda.
Veistu er hugbúnaður sem gerir kennurum kleift að útbúa skemmtilega spurningaleiki úr námsefni í gegnum aðgengilegt vefviðmót. Spurningaleikjunum er deilt til nemenda sem geta svarað þeim í snjalltækjum.
Nemendur geta einnig búið til sína eigin spurningaleiki í appinu, með texta, myndum og hljóði, og deilt þeim með samnemendum sínum. Kennarar geta á einfaldan hátt fylgst með framgangi nemenda og árangri.
Kennarahluti
Kennarar nota einfalt vefvmiðmót til að útbúa verkefni, deila þeim á nemendur og fylgjast með árangri eftir áfögnum, bekkjum og nemendum. Hægt er að stilla hvernig einkunnamat fer fram og eins hvort að nemendur fái ákveðinn tíma til að svara spurningum.
Þegar kennari býr til verkefni getur hann valið að deila því með öðrum kennurum kerfisins í svokölluðum Sarpi. Kennarar geta náð í verkefni úr Sarpi hvenær sem er og sent þau, óbreytt eða lagfærð, á nemendur sína.
Kennaraviðmótið er mjög einfalt og þægilegt í notkun.
Þróun 2Know Skóla er studd af Tækniþróunarsjóði.
Nemendahluti
Nemendur svara verkefnum í appi sem er fáanlegt bæði fyrir iOS og Android snjalltæki. Þegar þeir skrá sig inn sjá þeir yfirlit yfir óleyst verkefni eftir námsfögum. Þegar nemendur svara verkefnum sjá þeir niðurstöður strax og verkefni er leyst. Nemendur geta leyst verkefni aftur og aftur til að æfa sig í efninu. Eins geta þeir sett mörg verkefni saman í eitt, t.d. til að æfa sig fyrir próf.
Nemendur geta einnig notað appið til að búa til eigin spurningaleiki og nota þá tækið til að búa til spurningar, taka myndir og taka upp hljóð sem hægt er að nota í spurningar. Þegar spurningaleikur er tilbúinn er hægt að deila honum með samnemendum.
Skráðu þig
Hefur þú áhuga á að kynna þér Veistu?
Skólum er boðið að prófa kerfið án endurgjalds. Skráið skólann og við höfum samband við fyrsta tækifæri.